16 desember, 2002

Bílar

Á föstudaginn var ég að keyra 6-gíra bíl! Víííí... Renault Traffic, gulan, með geislaspilarar, rafmagn í rúðum, fjarstýringu og fl. Kraftmikill og þýður. Það var ánægjulegt að keyra hann og ég hugsa að hann stytti rúntinn minn um minnsta kosti 20 mín.

En það er ekki ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta. Yfirmaður minn sem lét mig fá bílinn sagði nokkrum sinnum "Farðu varlega með bensíngjöfina, hann er kraftmikill og maður er enga stund að fara yfir hundraðið". Hann minntist líka á að nokkrir hafi flaskað á þessu og verið teknir fyrir of hraðan akstur. En þegar hann var að tala um þetta þá vissi ég allan tíman að ég mundi ekki flaska á þessu. Ég vissi að ég myndi aldrei fara yfir hundrað þótt ég væri á miklubrautinni og það væri engin umferð í kringum mig.

En ástæðan er ekkert sú að ég sé ekkert góður bílstjóri, þvert á móti! Ég horfi á sjálfan mig sem mjög slæman bílstjóra. Ég verð stundum svo viðundan að ég fer að gera eitthvað allt annað en að fylgjast með umferðinni. Sem hefur ollið því að minn maður hefur lend þó nokkrum sinnum í umferðarslysum. Síðan er ég byrjaður að ýminda mér bílsslys, í öllum mögulegum og ómögulegum aðstæðum.

Spáið í því líka að við leggjum okkar líf í "hendurnar" nokkur hundruð kílóa jánrhlunki og þessi járnhlunkur fer hraðar en nokkurt dýr á jarðarhveli. það er svo margt sem getur ferið úrskeiðis... það getur hvellsprungið á dekkinu, gírarnir geta bilað, bremsurnar geta hætt að virka, ljósinn geta dottið úr sambandi osfrv. En auðvitað segja allir "við gerum betri bíla sem bila ekki svona auðveldlega". En það er aftur á móti galli og kostur þar sem betri bílar þýða meiri hraði!

En það versta við bílana er auðvitað fólkið sem stýrir þessum járnhlunkum sem þjóta eftir svörtum, bikuðum leiðum, hægjandi á sér og aukahraðan... allt eftir viðurkenndum samfélagslegum reglum. Já Fólkið. Fólkið getur sofnað við stýrið, horft á sólsetrið og gleymt sér, ekki horft nógu vel í kringum áður en það beygir eða keyrir af stað. Augnabliksgleymska eða heimska getur kostað einhvern lífið. Smá augnablik sem einhver horfir í vitlausa átt eða er að flýta sér of mikið og járnhlunkarnir rekast saman. Eða þeir rekast á mjúka líkama okkar og limlesta þá.

Er það einhver furða að ég sé soldið bílhræddur?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli