27 desember, 2002

Jólagjafir!

Ég fékk jólagjafir frá hinum og þessum þessi jól. Ég fékk "Röddina" e. Arnald Indriðason frá gamla settinu, "City of bones" e. Micheal Connely frá bróa og dóttir hans, Sokka og pönnukökupönnu frá systu og famílíunni hennar (pönnukökupönnu????? wtf???), vetlinga og flístrefil frá föðurforeldrum (gleymdi vetlingunum í strætó í dag.... dæmigert), lampa frá frændfólki mínu (ég hef eiginlega ekki hugmynd um afhverju þau gefa mér gjafir... gömul hefð??? þau eru hætt að gefa systkinum mínum... en þau eiga börn... hmm... hætti ég að fá gjafir frá þeim þegar ég eignast barn? hmm....), stafrænan diktafón frá austurríkisfaranum mikla, ( ) með sigurrós og "learning curve" e. Brian Micheal Bendis frá varginum (hún er nú meiri hnetan...).

Er auðvitað mjög sáttur við að fá allar þessar gjafir og þakka kærlega fyrir mig!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli