11 desember, 2002

Hamingja

Já ég er búin að vera hamingjusamur í dag! Tónleikarnir í gær voru guðdómlegir, maður sá að tónlistamennirnir voru í góðu fíling og skemmtu sér vel. Tónlistin sem þeir spiluðu náðu vel til mín og maður þekkti mörg lög sem þeir tóku. það var sem skemmtilegt að þeir léku sér með lögin, breyttu þeim, bættu við texta osfrv. Þeir voru klappaði tvisvar upp og tóku 5 lög í fyrr skiptið og 3 í seinna. Spilagleði einkenndi þá fannst mér.

Að mínu áliti voru hámark tónleikana þegar þeir tóku "Stager Lee" (Veit nú ekki hvort þetta sé rétta nafnið á laginu, þeir sem hafa heyrt lagið vita hvað ég meina). Það var í mjög breyttum búningi og það var bætt við einu erindi í lagið. "And the devil walked in and said "I have come her to take you down, Mr Stager Lee. And the Devil Walked in and Said "I have Come her to take you down, Mr Stager Lee" Þessi setning var margendurtekin og síðan kom enda setning "And this was the last word that this Devil said because Stager Lee put four big holes in to his Motherfucking head". Snilld!

En þessi tónleikar hefðu mátt vera á skárri stað! Þetta var hræðilegur tónleikasalur, ég býst við að þeir sem sátu á danssviðinu hafi verið ánægðir en málið er að allir aðrir staðir voru ekkert sérstakir. Ég var á efri hæðinni og þurfti að horfa á hnakkan á einhverju tattóveruðu vöðvabúnti og svitastorkið bakið á einhverjum drukknum útlendingi. Sá í samt smá í hljómsveitina. Hljomgæðin voru ágæt.

Vill fá almennilega tónleikahöll! Sem tekur fullt af fólki í sæti!

Þessi tónleikar eru í topp fimm af þeim tónleikum sem ég hef farið á! Vona að þeir komi aftur... fljótt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli