10 desember, 2002

Fréttir (inní þesum pósti kemur líka fram "heimurinn er vondur" osfrv)

Hafið þið horft á fréttir? Ekki bara horft heldur reynt að setja ykkur í spor þeirra sem er verið að fjalla um? Reyna að komast að því hvernig tilfiinning það er að vera í palestínu og óttast hermenn Ísraels og stríðið sem er það? Eða vera í spor Ísraelsmanns sem hefur varan á sér vegna þess að næsti maður getur ákveðið að standa upp og sprengja sig í loft upp og þig með? Eða velt ykkur upp úr því hvernig það er að vera misnotaður af stjúpföður sínum í 6 ár?

Maður fjarlægir sig frá fréttum, segir "ástandið í botni miðjarjarhafs" og "þetta eru bilaðir kallar sem gera þetta" osfrv. Þetta er of mikið af þjáningum til þess að við getum tekið þær inná okkur. Ef við myndum gera það þá mundu allir gráta fyrir framan sjónvarpið alltaf þegar fréttir koma upp, gráta yfir týndum barndóm, látnum ættingjum, osfrv.

Heimurinn er fullur af þjáningum og þær þjáningar fáum við "filteraðar" í gegnum fréttir. Hryllingur heimsins sést alltaf klukkan 7 á hverjum degi en við sjáum það ekki, vegna þess að það er of erfitt. En kannski væri heimurinn betri ef við mundum alltaf gráta yfir fréttunum, ef við mundum finna fyrir þeim sárskauka sem meðbræður og sysitr finna fyrir.

kannki mundi heimurinn vera heilsteyptur ef við mundum ekki varpa þessum tilfinningum frá okkur. Kannski með því að meðtaka sársaukann sem heimurinn veldur og við völdum hvort öðru þá væri kannski hægt að kenna okkur að það sem við gerum getur valdið sársauka!

Grátum í kvöld!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli