10 desember, 2002

Framhald af síðasta pósti

Stundum finnst mér heimurinn rosalega vondur. Mér finnst það sem gerist í honum vera mest megnis óþarfi og bull. Þegar það gerist þá líður mér ekkert sérstaklega vel (I wonder why?). En þá kemur hlutverkaspilið! Já alltaf þegar mér líður frekar ill þá fer ég að hugsa um roleplay og fer að ýminda mér einhverja sögu eða persónur sem eru að gera eitthvað.

Í gær þá lendi í svona "down" kasti og varð eitthvað pirraður. Fór í smá göngutúr og fór að hugsa um ákveðið ævintýri sem mig langar til að stjórna, ævintýri þar sem heimurinn ljóti ætlar að gleipa allt það góða sem er til í honum en svo koma hetjurnar (spilararnir) og sýna að alveg sama hvað hið illa, vonda gerir, það mun alltaf vera til staðar fólk sem er tilbúið að fórna sér fyrir að halda hinu góða inni. Sá fyrir mér bardagasenur (hugsa sér, vera í einhverju dapurleika og eina sem bjargar er ofbeldissenur) og hetjudáðir. Og það reddaði málunum! Ég las áfram bókina "The Sheep farmers daughter" e. Elisabeth Moon og sofnaði frekar ánægður.

Dreymdi síðan eitthvað bölvað bull. En var ekkert voðalega þreyttur eftir á.

Ég er líka að fara á Nick Cave tónleika!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli