06 desember, 2002

Catcher in the Rye e. J.D. Salinger

Kannast einhver við hana? Ég er allavega að lesa þá bók. Keypti mér hana þegar ég var út í chicago. Hef lengi langað að lesa þá bók. Er núna búin með helmingin af bókinni og ritstíllin minnir mig svo lítið á Mikael Torfason. Sagan gerist öll í kollinum á aðalpersónunni. Maður fylgir sögupersónunni í gegnum hugrenningar hennar og sér hið daglega líf í gegnum augu hans. Persónan í bókinn er 18 maður sem er nýbúið að sparka út úr skólanum sínum. Hann vill ekki segja foreldrunum frá því strax svo hann stingur af til New York, er síðan hangandi á pöbbum, farandi á bíó, reyna að fá sér vændiskonu, hringir í gamla félaga osfrv.

Er ekki að vekja stórkostlega áhugan hjá mér en ég er að lemja mig í gegnum hana. En afhverju er ég að skrifa um hana hér? Það var ekki í þeim tilgangi að láta ykkur vita um hvað þessi bók fjallar heldur afhverju ég er að lesa hana. Ég er ekki að lesa þessa bók vegna þess hve mikið menningarlegt gildi hún hefur eða neitt svoleiðis. Heldur er ég að lesa hana vegna bíómyndar. Já bíómyndar... og ekki einu sinni góðrar bíómyndar. Í myndinni "Conspiracy Theory" kemur bókinn fram. Karakterinn sem hann Mel Gibson leikur kaupir bókina og það er talað um það að aðrir frægir morðingar hafi allar átt þessa bók (öruglega tómt bull). Þess vegna langaði mig að lesa þessa bók. Úfff... tómur hégómi!

Jæja... ég ætla samt að klára hana!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli