Um að taka lögin í sínar eigin hendur
Fyrir nokkrum mánuðum kom maður fram í fjölmiðlum og lýsti yfir því að hann vildi ekki vera hræddur við handrukkara og dóplýð. Hann sagði frá því að dóttur hans hafði lent í klónum á fikniefnasölum og hefðu sent handrukkara á hana. Þeir höfðu komið til mál við hann og hótað honum. En hann lagðist ekki niður heldur ætlar hann að berjast á móti þessu. Hann er búin að stofna samtökin "á móti Hyski".
Fyrir nokkrum árum var hýsillinn minn staddur í N-Írlandi og þar heyrði hann um að stundum tæki para-military hóparnir sér stundum lögin í sínar eigin hendur og refsaði glæpamönnum, notuðu oft það að skjóta menn í hnéskeljarnar. Þessir hópar "the new Ulster army" og "the Irish republican army" gerðu þetta ekki á móti hvor öðrum heldur á móti dópsölum, níðingum o.s.frv. Hýsillin minn varð fyrir smá áfalli og hugsaði "gerist þetta á þessum tíma og á vestrænum löndum". Já hann hugsað að mennirnir ættu nú að vera siðmenntaðri heldur en þetta og að taka lögin í sínar eigin hendur væri eitthvað sem gerðist bara í bíómyndum og í fortíðinni.
En það er ekki bara svo einfalt. Hýsillin minn heldur að heimurinn sé voðalega góður og sætur, löggur bregðast rétt og skjótt við og dómskerfið er fljótt að bregðast við svona málum og halda þeim sem eru hættulegir samfélaginu í burtu frá því. En það virðist ekki vera svo. Afhverju finna menn eins og Guðmundur Sesar hjá sér þörf til þess að stofna samtök um persónulega vernd gagnvart hinu svokölluðu "hyski"?
Ætli það sé ekki útaf því að samfélagið virðist hafa brugðist skyldu sinni við að gæta öryggis borgararna. Fyrir nokkru var brotist inní bíl föður hýsilins minns og rænt þar klink buddu með um 200 kr í. Ekki var það nú mikill stuldur. En til þess að ná í þessa buddu þurfti ræninginn að brjóta rúðu í bílnum, það var þeim mun meira tjón. Þegar löggan kom og tók niður skýrslu þá var það augljóst að löggan taldi þetta vera vonlaust að finna þjófinn. Þeir taka skýrlsu um málið og hvað var stolið, síðan er athugað seinna meir hvort þýfið finnst einhverstaðar. En þegar er verið að tala um klink og buddu þá er ekki mikil von þar. Tryggingafélögin borga auðvitað ekki neitt. þannig að tjónið leggast algjörlega á föðurinn.
Síðan var ég að heyra um mál þar sem það var brotist inn um kvöld, brotið stofugluggan með stórum steini, ruðst inn, rótað til, tekið einhverja smáhluti og síðan reynt að rogast út með sjónvarpið. Nágranni kom á svæðið og þá rauk auðvitað þjófurinn af stað og sleppti sjónvarpinu. Hann fannst síðan stuttu seinna, út úr dópaður og vitlaus. Var búin að henda öllu dótinu frá sér, losa sig við það. Hann svaf vímuna úr sér, það var tekin skýrsla af honum og síðan var honum sleppt.
Þegar maður heyrir um þetta þá verður maður fúll. Afhverju þarf heiðarlegt, vinnusamt fólk að þjást fyrir einhverja fáa einstaklinga. Þegar handrukkarar koma á svæðið og hóta, þá er hægt að kæra þá. En málið tekur óratíma í réttarkerfinu og það er erfitt að sanna svona mál og hvað þá að fá dóm út úr því. Síðan má ekki gleyma því að ef dómur skellir á þá tekur langan tíma að fá pláss fyrir einstaklingin í hengingarhúsunum. Er þá eitthvað undarlegt að fólk skuli vilja fá þessu breytt?
Þegar ég heyrði um þessi samtök þá sá ég fyrir mér hóp af fólki sem mundi koma hvort öðru til hjálpar þegar handrukkarar bönkuðu upp á, ég sá fyrir mér að eitt símtal í einn mann þá mundi nokkrum mínótum seinna koma hópur af fólki, jafnvel vopnað hafnaboltakylfum, og hrekti handrukarana á brott. Mundi koma með þau skilaboð að við mundum ekki láta hræðast.
Mun halda áfram með þessa hugsun á morgun.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli