04 desember, 2002

Svefn

Ég veit að ég ætlaði að tala meira um áfengi. En það verður bara að bíða eftir betri tíma.

Nú ætla ég að tala um svefn. Ég á nefnilega stundum erfitt með svefn. Mig dreymir það mikið að ég vakna rosalega þreyttur! Afhverju dreymir mig svona?

Mig hefur dreymt morð (Sivarlappar inní fyrv. skólann minn og ríf upp haglabyssu og fer að freta á liðið), vísindaskáldskap (Sivar í geimnum að berjast við geimverur og Dóra), víkingasögur (Sivar að fara með víkingaskipi, sem búbbi... ekki víkingur og horfir á morð og annað), Að kenna (Sivar fer út á land og kennir krökkum), draugadót (Sivar verður logandi hræddur þegar eitthvað draugalegt gerist og þá vaknar ég).

Síðan má ekki gleyma þessu allskonar bulli sem maður svona man varla eftir. Draumarnir mínir hafa stundum verið innblástur í smásögur og ljóð sem ég hef búið til og jafnvel ævintýri sem ég hef stjórnað.

Mig dreymir mesta bullið þegar ég sef mikið og þá man ég eftir draumunum mínum. Ég er búin að komast að því afhverju það gerist! Ég lærði það í almennu sálfræðinni. Þetta hefur eitthvað með REM svefnin að gera. Rem svefn er draumasvefninn og Rem tímabilið eykst eftir því sem maður sefur meira. Þannig að draumarnir mínir eru ekki neitt svona dulrænir hæfileikar eða neitt svoleiðis, mig dreymir ekki framtíðina eða neitt svoleiðis. Ef ég mundi gera það þá ættu margir vina minna að forðast mig sem eftir er (Dóri, ég lamdi hann með járnröri þegar hann varð orðin geimzombie. SirGzur, ég miðaði á hann haglabyssu... en skaut hann ekki... skaut einstaklingin sem var á bak við hann. Urk, Slæst við hann út af biluðum bíl. Muffin, hendi honum út úr geimskipi þegar mig grunaði að hann væri geimzombie. Ofl ofl.... )

En auðvitað fæ ég Deja Vú eins og allir aðrir. Sú tilfinning finnst mér mjög skemmtileg. En ég veit ekkert um hvort hún sé eitthvað merkileg... og er eiginlega sama hvort sem er.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli