30 desember, 2002

Ég hef satt að segja ekki mikin áhuga á pólítik. Mér finnst hún mjög óáhugaverð að næstum öllu leyti. Þetta er auðvitað mjög mikilvægur málaflokkur og maður á að nýta sér kosningaréttin sinn.

En í dag þá sé ég hlutina sem ég vil ekki hafa í pólítik í svo skýru og greinagóðu ljósi að það hálfa væri nóg. Ég hef alltaf líkað ágætlega við Ingibjörgu Sólrúnu. Líkað málaflutning hennar og hennar störf. En nú í dag missti ég allt mitt álit á henni. Hún sagði af sér sem borgastjóri til þess að komast í þingframboð. Jú auðvitað er það hennar réttur að vera þingmaður og fara fram þar og hún á ekki að láta kúga sig til þess að gera eitt né neitt. EN... hún var búin að segja "ég verð borgastjóri næstu 4 árin" og hún sveik það. Jú hún kemur með helling af afsökunum og ástæðum en grundvallaratriðið er samt það að hún er ekki borgarstjóri næstu fjögur árin eins og hún sagði. Hún var ekki einu sinni borgarstjóri í eitt ár!

Hún lofaði þessu og hún átti að standa við það! Fórna þessu þingframboði fyrir sitt loforð og sína kjósendur! En nei, það var ekki gert!

Hún fær ekki mitt atkvæði í vor!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli