Framhald af því að taka lögin í sínar eigin hendur
Afbrotamenn eru handeknir, yfirheyrðir og síðan sleppt. Það er síðan réttað yfir þeim og dæmt í málunum, eftir smá tíma eru þeir setti í fangelsi. Er þetta dómskerfi eitthvað sem við viljum hafa? Þar sem skilaboðin koma ekki strax.. þar sem afbrotamenn ganga lausir vegna þess að það er ekki nógu mikið pláss í fangelsum. Hvernig væri að við mundum koma okkur upp eigin lögreglu!
Sem mundu vernda þá sem þurftu vernd, sem mundu elta þá uppi sem brjótast inní bíla með því að athuga fingraför, síðan væri hægt að refsa þeim strax!
Jú jú.. .svona kerfi væri hægt að misnota.. en allt er hægt að misnota. Þannig að það er ekki nógu góð ástæða. Við jafnvel gætum búið til okkar eigin lögkerfi. Velja einhverja menn til þess að horfa á sönnunargögnin og ákveða hvort þessi maður sé sekur eða saklaus. Síðan væri hægt að koma með refsikerfi, ákveðin mörg högg sem þessi fær fyrir að brjótast inní bíl, borga sekt osfvr.
En þetta er akkúrat ástæðan fyrir því að lögregla var búin til að samfélaginu! En nú í dag er þetta bara orðið einhvern vegin ekki nógu gott og frekar slappt kerfi. Kannski þurfum við bara að setja lögin aftur í hendurnar á Fólkinu, svo það geti varið sig sjálft!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli