13 desember, 2002

Það er nú aðeins minni hamingja í dag. Ég er með höfuðverk og búin að vera með hann í tvo daga. Ég hugsa að ég þurfi einhvern vegin að koma í veg fyrir geislunina frá tölvunni minni.

En já. Ég fór á Sigurrós í gær og sat á einum besta stað í háskólabíói. Á fremsta bekk, næstum því fyrir miðju. Sigurrósar menn voru frábærir og þetta var frábært spil hjá þeim, ég saknaði að heyra ekki í Steindóri en það er bara útaf því að mér finnst sambland hljómsveitarinnar og hans mjög vel gert.

En af þessum tvennum tónleikum sem ég hef farið á þá munu tónleikarnir á þriðjudaginn standa upp úr. Já ég hafði aldrei séð hann áður en hef farið á sigurrós áður. En vel hepnaðir tónleikar! Mundi alveg vilja skella mér á þá í kvöld og sitja aftarlega eða í miðjunni þá. Sjá allt ljósasjóvið og myndina sem var sýnd í bakgrunninum. En þar sem ég er að vinna og það er uppselt á tónleikana þá er það ekki möguleiki! Búhúhú....

En svona er lífið... því miður... að við þurfum stundum að sætta okkur við það að fá aldrei allt sem við viljum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli