09 desember, 2002

Helgi er búin!

Já Helgi vinur minn er búin að ganga hringinn, hann mun ganga annan hring eftir um 5 daga. Hann hefur gengið þennan hring svo lengi sem ég man eftir mér. Fyrst tók maður ekkert eftir honum. Hann bara gekk þegar hann gekk. Hafði engin áhrif á mans líf. En svo byrjaði ábyrgðin að lenda á manni og maður tók eftir að Helgi tók ábyrgðina af manni. Alltaf reglulega gat maður aftur verið barn og hætt að hafa áhyggjur af þessari ábyrgð. Meira að segja tók Helgi lengri hring og hélt á byrðinni fyrir mann í einn dag, jafnvel tvo daga lengur en venjulega. En það gerist sjaldan.

Í seinni tíð virðist hann koma oftar og fara hringinn hraðar. Maður er ekki eins ánægður með þennan hring sem Helgi tekur vegna þess að hann er of stuttur. Aðeins lengur biður maður... bara aðeins. En Helgi fer bara sinn hring og spyr ekki kóng né prest. Ég held að ástæðan fyrir þessu er hún Elli gamla. Hún viðrðist stytta dagana og mánuðina er að búa til sokka úr þessum dögum og maður veit að stundum hættir hún á miðjum sokk og byrjar á öðrum. Já hún Elli. Margir óttast hana vegna þess eiginmanns hennar Hr.D. En það er hluti af þessum hring. Hringum sem Helgi gengur í og þessum sokk sem Ellin er að spinna. Já Hr. D ákveður stundum að sokkkurinn sem Elli er að smíða sé of langur og ákveður að stytta hann.

En Helgi er búin að ganga hringinn. Við getum hlakkað til næsta hrings hjá honum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli