29 september, 2005

Fréttir

Fréttir

Búin að tala við yfirmanninn. Þarf að vinna uppsagnarfrestin. En það er allavega komið. Ég er að hætta í þessari vinnu. Mun taka smá tíma til að það verði að raunveruleika, en það mun líða fljótt.

Það er skrýtið að nota ekki eyrnapinna til að þrífa á sér eyrun. Ef einhver sér eyrnamerg gægjast út úr eyranu á mér þá bið ég þann aðila um að benda mér á það. Vil ekki vera þekktur sem aðilin sem er ógeðslegur um eyrun.

Hvort á ég að fara á tónleika eða í bíó á föstudaginn?

Annars er dagskrá helgarinnar að verða ljós. Námskeið á föstudaginn og síðan bíó um kvöldið, fundur á laugardaginn, hjálpa Gissuri að mála á eftirmiðdaginn, laugardagskvöldið er óljóst enn sem stendur, sunnudagur fer í það að spila.

En annars er bara allt í fínu.. ekki búin að sofa vel síðustu daga en vonandi fer það batnandi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli