26 september, 2005

Helgin

Helgin

Hún var góð.

Á föstudaginn fór á námskeið í balkandönsum, erfitt en skemmtilegt. Kíkti síðan á tónleika Baggalúts á grandrokk. Skemmti mér konunglega.
Tók þátt í íslandsmeistaramóti í Catan. Gekk ekkert sérstaklega vel en skemmti mér konunglega. Fór um kvöldið að spila Iron Kingdom. Skemmti mér konunlega þar líka.
Fór síðan í bíó á sunnudaginn á the 40 year old virgin, auðvitað með skemmtilegum félagsskap og skemmti mér konunglega. Kíkti síðan í heimsókn til Ella og horfði á Kung-fu Hustle, þrælskemmtileg mynd og skemmti mér konunglega yfir henni.

þannig að í heildina þá var þetta konungleg helgi. En nú er ég búin með mánaðarskammt af því að skemmta sér konunglega.

er líka voða þungur í dag. Fílan lekur af mér.. mæli ekki með því að fólk reyni að hafa samband við mig í dag.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli