08 september, 2005

Uzbekistan

Uzbekistan

Þetta er nú bara sögu í einhverjan farsa. Núna er klukkan tvö þegar ég rita þennan pistil. Samkvæmt áætlun þá á ég að fara til Köben á morgun og svo til Uzbe á laugardaginn.

En ég er ekki enn búin að fá svar hvort ég fari eður ei. Það er búið að vera endalaust vesen með Vegabréfsáritun en það er loks komið á hreint. Nú er það ekki sem stoppar.. nú er það bólusetningin.

Fyrir einhverju síðan (innan við viku) hringdi konan í mig og spurði hvort að ég væri bólusettur.. ég svaraði að ég væri ekki viss og ég hefði verið að flakka nálægt þessum svæðum. Hún pantaði tíma fyrir mig hjá lækni.. sem var í dag. Ég fór til hans og ræddi við hann. Hann gat ekki séð hvort að ég hafi verið bólusettur, fór svo á síðuna cdc og kíkti á uzbekistan. Þar sá hann að það væri ekki nauðsynlegt að bólusetja mig en sá að það væri mælt með því að bólusetja sig gangvart þessu helsta (lifrabólgu a - b, mænusótt, barnaveiki o.s.frv.) en gallin væri að maður þarf að bólusetja sig minnst tveimur vikur fyrir, helst 4-6 vikur fyrir brottför.

Þannig að læknirinn ráðlagði mér að fara ekki. Ég gaf skít í hans ákvörðun og talaði við konuna og sagði að ég hefði verið á þessum slóðum og þar sem Eistland er sett í sama flokk og Uz og ég hefði ekki verið krafður bólusetningar þegar ég fór þangað þá fannst mér óþarfi að stoppa mig vegna þess. Hún sagði að hún gæti ekki tekið þá ákvörðun og hafði samband við Framkvæmdarstjórann. Hún sagði Nei.

Ég hafði samband við hana og útskýrði mitt mál og sagði að þar sem það væri ekki nauðsynlegt að fara í bólusetningu en væri mælti með henni og þar sem ég hafði farið áður á vegum RKÍ til Eistlands þá fannst mér þetta vera eitthvað furðulegt. Hún ætlaði að tala við einhvern mann um þetta. Einhvern fyrverandi formann RKÍ. Það var klukkan ellefu....

Gæti skallað einhvern.....


Klukkan er 14:47 og niðurstaða er komin

Ég er á leiðinni út!!!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli