01 september, 2005

Nærbuxur

Nærbuxur

Sumar nærbuxur eru bara ekki að gera sig. Ég er í einum slíkum sem ég eignaðist fyrir nokkru. Það er eitthvað að þeim. Ég get eiginlega ekki nákvæmlega sagt hvað það er. Hef á tilfinninguna að það sé sniðið á buxunum. Þær eru víðar.. en ekki um mittið.. það er í lagi.. það eru skálmarnar.. sem þýðir að buxurnar renna frekar hátt upp og limurinn kíkir niður.. sem er svo sem í lagi þar sem ég er í venjulegum buxum yfir og það tekur engin eftir því.

En það er hvimleitt þegar maður fær þvagleka.. ekki mikinn.. ekki nógu gamall fyrir það. En smá.. ég er líka í svona útivistarbuxum, þunnum og léttum og bleytan sést strax í gegn.

Nærbuxurnar eiga að taka við þessu. Til þess eru þær. En neeeeiii.. ekki þessar.. þær eru bara skrýtnar og þvælast um allt. Sitja aldrei á réttum stað.

Það hefur samt verið sagt að ég sé sexý í þeim.. þess vegna hafa þær ekki endað í ruslinu. En ég hugsa að ég reyni að gleyma hégómanum og setji þær neðarlega í skúffuna. Svo þetta vandamál komi ekki oftar upp.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli