23 september, 2005

Spunaspil

Það sem mig langar að stjórna þessa dagana

Hef nú ekki talað um Spunaspil hérna á þessari síðu í langan tíma.. besta að bæta úr því.

Ég er komin á undarlegan stað í minni spunaspils sköpun. Flestar hugmyndirnar mínar og það sem mig langar mest að stjórna er eitthvað ævintýri sem gerist þegar samfélagið hrinur.

Ég veit eiginlega ekki af hverju mig langar að kanna þessa hugmyndafræði nánar.

En hugmyndirnar eru til dæmis þessar

* hópur af vinum er staddur í ferðalagi í BNA þegar allt rafmagn fer. Það er að segja símar virka ekki, ljós og fleira. En það sem gengur vegna rafhlaðna virkar. Hvað gera persónurnar.. ókunnugar í landi þar sem allt fer að leysast upp í ringulreið.
*Fólk í mannúðarstörfum statt í mið-afríku þegar borgarastyrjöld skellur á með engri fyrirhöfn. Næst ekkert samband við umheiminn og allt er í tómu tjóni.
*Fólk að skemmta sér í miðborg stórborgar þegar Zombie plága byrjar.

En þetta er það sem ég hugsa um af og til.. skemmtiferðaskip þar sem rafmagnið fer og Zombie plága byrjar..

Svona eru flestar af mínum hugmyndum þessa dagana.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli