21 september, 2005

hugsanir eftir ferð

Hugsanir eftir ferð


28 ára gamall maður óskar eftir framtíðarsýn. Er í góðri stöðu í fyrirtæki, er búin með nám en samt ekki búin, er með góðar tekjur og engar skuldir, er með útrásarþörf en þorir samt ekki út, á stórt bókasafn, er í tómu tjóni vegna stelpumála...

Svona var þetta fyrir nokkrum vikum. Kvíðin, hræðslan og pirringurinn í kringum líf mitt tók á sig stökk og náði nýjum hæðum. Síðan fór Sivar í ferð til Uzbekistan sem mistókst og tíman var eytt í sjálfsíhugun, lestur, rölt og spjall. 8 dagar af rólegum stundum í burtu frá öllu (en samt ekki).

Á leiðinni heim þá leið mér vel. Var komin með framtíðarsýn. Hún er ekki í smáatriðum eða mjög stór en hún er eftirfarandi.

1. Segja upp vinnunum.
2. Flytja til útlanda.
3. Fara til Mið-asíu í september á næsta ári (þeir sem vilja koma með, vinsamlegast hafa samband).

Engin ummæli:

Skrifa ummæli