06 september, 2005

Athugasemdir

Athugasemdir

Ég fékk meiri viðbrögð við póstinum mínum um nærbuxur (hér að neðan) en ég bjóst við. Ég átta mig samt ekki af hverju. Ég var að tala um mál sem kemur eflaust upp hjá mörgum. Lélegar nærbuxur. En þar sem ég skrifaði frekar opinskátt um þetta málefni, var ekki að fara fögrum orðum yfir málefnið, tala beint út.

Það er soldið sérstakt að maður getur ekki talað beint út um efni sem allir þekkja án þess að fólk fái smá sjokk. Hægðir eru til dæmis gott dæmi. Allir þekkja hægðir, góðar og slæmar. En samt má bara ræða um þetta undir rós. En þetta er samt efni sem allir þekkja. Allir hafa kynnst.

Þetta er frekar sérstakt...

og nei.. ég ætla ekki láta þessa síðu snúast um hægðir og þvagleka. Var bara að velta þessu fyrir mér og ákvað að láta ykkur fá smá innsýn inní þær hugsanir.

Uzbekistan er enn í tómu tjóni...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli