31 ágúst, 2005

Stundum á maður ekki að tala

Sumt skrifar maður ekki um á blogginu sínu.

Því miður... ætti ég kannski að gera eins og þessi sem hefur svona leynifærslu þar sem maður þarf að logga sig inn til að fá að lesa?

Væri kannski sniðug hugmynd.

Stjórnaði Þjóðarbókhlöðuslátruninni í annað skiptið í gær. Í þetta skiptið voru bara fjórir spilarar og þeim gekk ágætlega í ævintýrinu. Það voru allir á þriðja karakter þegar ævintýrið kláraðist. Fyrstur til að deyja var Bisness maðurinn, síðan komu Nördin, pizzadúddinn, Flotti fréttamaðurinn, bókasafnsfræðingurinn, glæpamaðurinn og gangsterinn drápust á sama tíma, löggan var sá síðasti til að deyja. Útivistartýpan, einstæða móðirin, verkamaðurinn og samsærishnetan komust lifandi frá þjóðarbókhlöðunni.

Djöfulli góður veruleikaflótti.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli