08 ágúst, 2005

Gay-pride

Gay Pride gangan

Ég var í L-12 búðinni á laugardaginn (sem var hundleiðinlegt) og eins og allir vita þá fór Gay Pride gangan af stað klukkan þrjú. Þegar gangan var byrjuð að fara fram hjá þá smitaðist ég af gleðinni sem var þarna í gangi. Lokaði búllunni og gekk með göngunni síðasta spölin. Var bakvið leðurhomma bílinn sem var næst síðasti bílinn í göngunni.

Frábær ganga. Fann fyrir alveg gríðarlegri gleði og skemmtun. Einhverri lífsgleði sem smitaðist. Veit eiginlega ekki af hverju. Af hverju eru þúsundir mans að fylgjast með þessari göngu. Gleðigangann heitir þessi atburður og ber nafn með réttu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli