08 ágúst, 2005

Frh af Gay pride

Frh. af gay pride

URRRRRRR...... var í matsalnum að hlusta. "frík shjów" "af hverju þurfa þeir að glenna sig svona mikið" "algengara að kvenmenn séu bæ heldur karlar" "G-strengir og viðbjóður" "athyglissýki" "þeir vilja falla inni hópinn og að þeir vilja að við tökum við þeim eins og þeir eru en af hverju þurfa þeir að klæða sig eins og mellur og í karlmansfötum" "Þeir skapa sér óvild með þessari göngu"

5 töluðu mjög illa um þetta nokkrir virtust vera á báðum áttum og við vorum þrjú sem malda í móinn. Þá var svarað "af hverju má manni ekki finnast þetta viðbjóður? Það er eins og það sé í tísku að vera hrifin af samkynhneigðum".

Ég er brjálaður. Þegar ég gekk út úr kaffistofunni þá titraði ég af geðshræringi. Ég vissi ekki hverju ég átti að svara. Ég sagði eitthvað um að þetta væri ganga sem væri að fagna fjölbreytileika mannkynsins og gleði yfir því að fólk horfir í augu við sjálft sig. Ég talaði um að samfélagið viðurkennir frekar konur sem bæjara heldur en karlmenn og að sjá konur kyssast er samfélagslega viðurkennt. En það var svo margt sem ég gat ekki svarað og var reiður yfir.

Ég reiður en samt ánægður að maður heyrir svona samtöl. Betra að það gerist þarna svo maður getur tekist á við það heldur en það sé gert á bakvið lokaðar dyr. Eða hvað?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli