29 ágúst, 2005

Fréttir

Fréttir

Ég er eitthvað svo daufur þessa dagana að mér dettur ekkert í hug að skrifa um. Svo að ég ætla skella bara nokkrum fréttum inn.

Uzbekistan - er að bíða eftir Visa. Annars er þetta byrjað að líta betur út.. en það vantar margt upp á svo að þetta gangi upp. Síðan er Uzbekistan ekki beint að vera snögg að svara fyrirspurnum. En er orðin ágætlega spenntur fyrir þessu.

Helgin - kíkti í bæinn og leit á gaukinn þar sem kveðjupartí fyrir hann Ingó var í fullum gangi. Drakk þar nokkra bjóra með Ibbets, Kidda og Lofti. Skemmti mér konunglega og varð sauðdrukkinn. Endaði dauður upp í sófa hjá barnsmóðir Ibbets. Skreið í burtu þaðan á laugardaginn. Laugardagurinn var ein þynnka og það endaði með því að ég tapaði fyrir sameinuðu átaki Herbergisfélaga og Hlölla í Game of Thrones. Sunnudagurinn fór í annan dag þynnku og glápi á 24. Spilaði síðan Iron Kingdom um kvöldið.. eða við bjuggum til karaktera.

Framtíðin - ég er búin að ákveða að segja upp í vinnunni og fara gera eitthvað annað. Nákvæmlega hvað er ekki alveg komið á hreint.. en það er komin góð mynd á það.. mun segja meira frá því þegar það er komið alveg á hreint.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli