09 ágúst, 2005

Vesen

Daglegar fréttir

Einn herbergisfélagi minn er að fara til útlanda og hefur verið einokað þvottavélina síðustu fjóra daga. Sem er alveg ferlegt þar sem ég er á síðasta sokkaparinu mín og á engar buxur til skiptana. En hann er að fara í dag svo þá ætti þvottavélin að losna. Ég vona bara að hann vaski upp áður en hann fer.

Annars er ég búin að sofa voða lítið síðustu daga. Var lengi að sofna í nótt og nóttina þar áður var mér svo heitt að ég átti erfitt með að festa svefn. Er eitthvað stressaður þessa dagana.

Hundleiðist í vinnunni. Hef ekkert að gera og hangi á netinu stóran hluta af vinnutímanum. Stundum eru dagarnar bara svona.. en þetta er komið aðeins út í öfgar.

Er búin að vera spila Diplomacy á netinu. Tók við Rússlandi og ég hef aldrei lent í eins rosalegum skell. Fjórir tóku sig saman um að rústa mér. Þeir eru á góðri leið með það líka. En sá nokkra leiki sem ég hafði ekki séð áður. Maður lærir svo lengi sem maður lifir.

Er enn hundfúll útaf þessu gay pride dóti það féllu nokkrir vinnufélagar mínir niður í virðingastiganum. Hvernig getur maður borið virðingu fyrir einhverjum sem er með svona skoðanir?

Búin að fá myndir af U2 tónleikunum og ætla skella þeim upp. Veit einhver um góða myndasíður?

Mun stjórna Iron Kingdom sessíóni á miðvikudaginn. Þetta verður í fyrsta sinn sem ég stjórna út af viðskiptasjónarmiðum. Moving upp or down in the world?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli