Fréttir af hinu daglega amstri
1. Vann fyrsta leikinn minn í diplomacy. Þetta var nú ekki sannur leikur heldur fjögurra manna variation. Ég vann á því að vera heiðarlegur og svíkja ekki neinn. En þegar einhver sveik mig þá var hann étin (tveir reyndu að svíkja mig). Það virtist vera að engin af keppinautum mínum hafi talað saman.
2. Talaði við hjúkrunarfræðing um eyrnamerginn, hann sagði að ég ætti að ekki að hafa neinar áhyggjur, ef ég gæti náð þessu sjálfur úr eyrunum þá ætti ég bara að gera það. Sagði jafnframt að fara varlega.
3. Ég held að Iron Kingdom campaignið mitt sé eitt það besta sem ég hef stjórnað. Moral dilemmas, óvinir sem eru ekki svartir og vondir við fyrstu sín, cool karakterar og aðstæður. Hef samt áhyggjur af kvöldinu. Gæti farið illa.
4. Það dó karakter hjá mér á laugardaginn og hann var lífgaður við. Það hefur ekki gerst í háa herrans tíð.
5. Hef örlitlar áhyggjur af póstinum mínum þar sem ég skrifaði um kynferðislega misnotkun. Ég er á báðum áttum en þeir sem svara mér eru með sterkar skoðanir á þessu. Það er að segja dauðarefsingum. Veit stundum ekki hvað ég á að hugsa. Hef ekki myndað mér skoðun. Var einu sinni á því að lífið væri heilagt. Sú skoðun hefur breyst.
6. Hlakka til að fara til Tékklands. Vona að Raggi skelli sér með. Held að við gætum verið ágætis herbergisfélagar.
7. Jungle Speed. Verður maður ekki fara skella því í gang?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli