Jóakim aðalönd
Ég keypti mér bók um daginn (ótrúlegt en satt). Bókin hét The life of times of Scrooge McDuck eftir Don Rosa. Snilldar rit þar sem hann Don tekur sögu Jóakims Aðalandar og segir hana frá barnæsku til elli.
Þessar sögur voru gefnar út af íslensku samsteypunni þegar ég var yngri. Fannst þetta alltaf bestu sögurnar og finnst frábært að hafa heildarritið um hann Jóakim undir höndunum.
Síðan er alveg stórkostleg að lesa um þennan höfund Don Rosa og hvernig hann vinnur sögurnar sínar.
Mæli með þessari bók, hiklaust!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli