07 október, 2005

Heilsan

Heilsan


Einu sinni sagði við mig vinkonan mín "þú ert alltaf veikur". Ég er reyndi eitthvað malda í móin eins og ég er vanur en eftir á að hyggja þá held ég að það sé rétt hjá henni.

Ég fæ rosalega oft hálsbólgu og ef ég fæ kvef þá leiðir það oftast til hálsbólgu og vægs hita. Ef ég sef lítið þá fæ ég kverkmeiðsli og blóðnasir.

Þetta er að gera mér lífið leitt. Ég er að velta því fyrir hvað maður þarf að gera til þess að halda heilsunni í lagi. Ég tek C-vítamín og lýsi nokkuð reglulega en það virðist ekki vera nóg.

Er einhver þarna úti með önnur húsráð sem ég gæti fylgt?

p.s það eru komnar nýjar myndir á myndasíðuna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli