24 október, 2005

Eyrnamergur

Hreinsun á eyrum
annar eyrnamergpistill

Fyrir nokkru þá skrifaði ég um eyrnamerg. Eftir að hafa fengið mjög áhugaverð og skemmtileg viðbrögð frá ýmsum þá ákvað ég að prófa þessi ráð sem fólk gaf mér. Ég hætti að nota eyrnapinna.

Ég hef ekki fundið fyrir neinum óþægindum ennþá en í fyrradag (á laugardaginn) þá fór ég í sturtu og fann fyrir hellu í eyrum. Ég blés út og hellan losnaði en kom stuttu seinna aftur. Ég blés aftur út og áhrifin voru þau sömu.

Ég fór úr sturtunni og fann fyrri þessari hellu enn. Síðan gerðist það að ég blés heyrði hljóðhimnuna poppa (á maður ekki að segja það), en hellan var ennþá til staðar. Þá var ég orðin pirraður og skrapp inná klósett og náði mér í eitt stykki eyrnapinna. Ég stakk honum inn og heyrði að hann fór strax í eitthvað. Ég dró hann út og hann var með mikinn skít á sér.

Ég gerði þetta nokkrum sinnum og einhvern veginn þá dró ég út þessa risahlussu. Þá meina ég RISA-hlussu. Miklu stærri en ég hafði séð áður. Meira að segja svo stór að ég tók mynd af henni! (vinur minn sagði að ég ætti ekki að setja hana inná vefsíðuna mína).

Hellan fór og hef ekki fundið fyrir henni síðan. En ég trúi ekki að þetta eigi að vera eðlilegt. Að það komi heilt fjall af eyrnamerg úr eyrunum mínum og að eyrnamergurinn loki fyrir heyrn.

Það getur ekki verið eðlilegt. En síðan er spurning hvað er hægt að gera. Hvort að maður eigi að taka aftur upp eyrnapinnann eða kíkja til læknis til þess að athuga hvort að þetta sé í lagi?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli