Nei sko.. annar pósturinn í Júní mánuði..
Ég mun byrja í námi í haust. Þegar ég sagði einum vinum mínum frá þessu þá fékk hann áfall og spurði mig margar spurningar sem fjölluðu um það hvort ég væri nokkuð með réttu ráði. Væri nýbúinn í skóla og ætlaði svo að fara aftur. En þetta er nám sem er með vinnu og þegar hann komst að því þá andaði hann rólega. En málið er að ég hef eytt síðustu tveimur árum í að hugsa hvað ég vil gera og hvernig ég vil vera og þetta er hluti af því. Þetta nám er næsti vegvísirinn á mínu lífi.
MPM nám í Háskóla Íslands. Rándýrt nám en lítur spennandi út. Ég verð enn að vinna í leikskólanum með þessu námi og mun skjótast í bæinn á fimmtudögum þegar skólinn er. Ég veit ekkert hvort að mér takist vel að skipuleggja mig og minn tíma en ég mun eflaust gera mitt besta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli