19 júní, 2008

Vallarheiði

Nú er Vallarheiðin að sýna sig. Leyfir manni að vera úti í sólinni og golunni. Núna sér maður fólk grilla á götugrillunum og börn leika sér úti á bolnum í frekar barnvænu samfélagi.

Gamla herstöðin er komin aftur í notkun. Ekki öll herstöðin en nokkuð stór hluti. Þrátt fyrir kubbslegar byggingar og þeirri staðreynd að þessi byggð er á heiði þá er þetta nokkuð fallegt svæði.






Á þessari mynd sést blokkin sem ég bý í (hmm.. "bý í" ekki hljómar það nú vel.. og lítur en verr út). Ef þið horfið vel þá er hægt að sjá glitta í Keili á bakvið.








Hérna er aftur mynd sem var tekinn fyrir aftan leikskólann, ef maður rýnir vel þá sér maður innigarðinn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli