30 september, 2007

Helgin

Helgin var mjög fín. Horfði á tvær myndir á föstudaginn, Köld slóð og Babel. Báðar voru ágætar. Á laugardaginn var skroppið á bókasafnið, verslað í Kringlunni og síðan skroppið í heimsókn til tengdó í smá spjall. Glápt á imbann um kvöldið og farið að sofa.

Ég vaknaði báða dagana fyrir klukkan 9. Alveg sama hvenær ég fór að sofa. En kannski er það bara gott að maður vaknar svona snemma. Gott fyrir vinnuna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli