Já, þrátt fyrir bloggleysi þá er ég á lífi og við ágæta heilsu. Þetta er erfitt verkefni sem tekur mikinn toll af minni geðheilsu og satt að segja þá hef ég lítið af orku til að sinna öðru, þ.á.m rafrausi.
En vonandi lagast það á næstu vikum, mánuðum. Nú ef ekki þá er eflaust nægur tími að rafrausast þegar ég er kominn með tölvuréttindin á geðdeild Landspítalans.
Ef einhver vill koma í heimsókn þá er honum það velkomið. Eftir vinnu (um klukkan hálf sex) þá ligg ég oftast upp í rúmi í fósturstellingu og hef nægan tíma til að spjalla.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli