Er mjög mikilvægt í Hjallastefnunni. Öll vinna snýst um að vera glaðlegur og jákvæður. Hér kennum við glaðlyndi og brosmildi.
Ekki beint það auðveldasta sem ég geri að vera jákvæður og brosmildur allan daginn. En maður reynir og ég er stöðugt að æfa mig.
Leikskólinn hefur farið af stað, vantar nokkra skápa, eldhúsið ekki tilbúið, engin uppþvottavél, bergmálar rosalega inná dei.. kjarna og helling af iðnaðarmönnum sem vinna hægt en jafnt inn um öll þessi börn.
Þetta hefur gengið framar vonum, jákvæðni í samstarfshópnum þrátt fyrir nokkra hjalla sem þarf að yfirstíga og ég held að flestir foreldrar séu mjög jákvæðir gagnvart skólanum. Nú er ég kominn aftur í vinnu þar sem ég hlakka til að mæta í, sérstaklega ef mér tekst að fjárfesta eða redda mér eyrnatöppum.
Herbergið mitt er á hvolfi og það verður bara að vera svoleiðis þangað til að maður hefur tíma til að sinna því.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli