Í dag er runninn upp sá dagur sem ég mun flytja og byrja í vinnunni. Síðustu tvær vikur hafa verið nokkuð erfiðar. Búinn að vera á námskeiði, á starfskynningu á Gimli í Reykjanesbæ og á Hjalla í Hafnarfirði og hef verið að taka vaktir í Fjölmiðlavaktinni. Ég vonast til þess að sleppa sem fyrst undan þeirri aukavinnu og það er verið að tala um 1. sept.
Hjallastefnan er stefna sem ég hef fallið fyrir og líst rosalega vel á. Íbúðin lítur vel út og það verður gaman þegar allt dótið mitt er komið þangað.
Mun segja meira frá öllu seinna. Er núna að bíða eftir Halli, því hann ætlar að skutla mér í vinnuna og síðan verðum við uppteknir í allan dag við flutningar og fleira.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli