01 ágúst, 2007

Keilir

Í næstu viku, þá mun ég byrja að vinna á nýjum stað. Ég mun byrja vinna á Velli, leikskóla sem staðsettur er á Keflavíkurflugvelli, gamla varnarsvæðinu. Ég hef ekki enn farið á staðinn en vonandi mun það gerast áður en börnin mæta þann 15. ágúst.

Skráningar ganga ágætlega, komið er um það bil 50 börn og þau byrja öll í aðlögun á sama tíma. En það eru pláss fyrir 80 gemlinga. Ég er ekki búinn að fá upplýsingar um íbúðina og það er verið að skoða þau mál (býst við símtali sem fyrst... vonandi). Símtalið komið og ég fæ afhent 15. ágúst, kannski verður þar fyrr en þá verður bara sendur tölvupóstur.

Er byrjaður að pakka, búinn að setja nokkrar teiknimyndasögur í kassa og mun fá dótið mitt úr búslóðageymslunni ásamt svefnsófanum sem er/var í eigu foreldranna. Þannig að það verður alltaf pláss fyrir fólk að gista í stofunni.

Ýmsar pælingar eru í gangi í samband við mat, verslun o.s.frv. Þar sem við verðum tveir og hvorugur á bíl þá er augljóst að það þarf að kaupa fyrir alla vikuna. Hvort okkur tekst að halda því út er allt annar handleggur. En þar sem hvorki ég né hann Hallur höfum áhuga á að eignast bíl þá verður þetta eflaust skrautlegt.

Ég held að viðskilnaðurinn við kærustuna verður það erfiðasta við þessar breytingar. Maður er búinn að búa eiginlega hjá henni síðustu 4-6 mánuði og allt í einu þá verður þetta fjarbúð. En ég slepp fyrr út úr vinnunni á föstudögum og verð eflaust snöggur að fara í bæinn. Hvort hún svo nennir að hitta sveittan leikskólastrák alla helgina er síðan eitthvað sem kemur í ljós.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli