30 júlí, 2007

Bíó, pælingar og fréttir

Fór í bíó með þeirri heittelskuðu á myndina 1408, sem var bara hin ágætasta skemmtun. Náði að vekja hjá mér góða stemmingu og nokkurn hroll.

Ég gæti pirrast rosalega yfir hléinu sem var í þessari mynd og sleit myndina í tvennt.. en ég held að flestir viti alveg af þessu áliti mínu þannig að ég ætla ekki að eyða tíma í það.

Annars er spenningurinn að magnast. Ég á viku eftir í Þjóðarbókhlöðunni og vonandi fáum við íbúðina afhenta sem fyrst.

Ég ætla að reyna að búa mér til heimili þar. Setja þær myndir sem ég vil hafa upp á veggjum og hafa skipulagið eftir mínu höfði.. hvort að það takist er eitthvað sem kemur í ljós.

Síðan ætla ég að bæta við að þessi umfjöllun um Múlavirkjun er mjög merkileg. Einhverjir einkaaðilar fá leyfi til að virkja, þurfa ekki að fara í gegnum mat á umhverfisáhrifum, eigendurnir eru líka í sveitarstjórninni og síðan búa þeir til stífluna nokkrum metrum hærri heldur en hún var á teikningum og hefur gríðarleg áhrif á lífríki. Nú eru stjórnvöld að klóra sér í hausnum yfir því hvað skal gert. En ætli þetta hafi verið óvart? "Úpps.. hún var 2 metrum hærri alveg, alveg óvart. Það var bara svo gaman að byggja að einn daginn við föttuðum að hún var allt of stór."

Engin ummæli:

Skrifa ummæli