14 júlí, 2007

Má þetta?

Það kom frétt í hádegisfréttum Útvarps í dag um mann sem fékk mikil brunasár í gassprengingu á Austurlandi en það leið mikill tími þangað til að hann komst undir læknishendur og það var mjög líklega til þess að sárin voru alvarlegi en hefðu getað orðið.

Ekkert voða merkilegt, einhverjir heimskingjar að sniffa gas og kveiktu í sígarettu strax á eftir. Ok.. voða fyndið.. eða þannig..

En hvað er læknir að kommenta í fjölmiðla um þetta mál. Er hann ekki enn í gjörgæslu, má segja svona mikið um ástand hans og hvers vegna hann lenti í þessu slysi? Má læknir koma í fjölmiðla og gaspra um þetta?

Ef ég væri ættingi þessa manns þá væri ég brjálaður út viðkomandi lækni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli