24 júlí, 2007

Harry Potter

Ég er búinn með bókina, kláraði hana á aðfaranótt mánudags. Ég var ekki fyrstur með hana í kringum mig þar sem Guðmundur hafði samband við mig á laugardaginn og sagði mér að hann hefði lokið við hana þann sama morgun.

Þetta var Harry Potter bók og ég var nokkuð sáttur við hana, nema einn hlut, sem ég ætla ekki að útskýra hér þar sem eflaust eru hér einhverjir lesendur sem vilja lesa hana óspilta.

Ég held að J. K. Rowlings hætti ekki að skrifa, spurningin er bara hvað hún mun skrifa um. Hún mun ekki skrifa meira um Harry Potter en það gæti verið að hún haldi áfram að skrifa í sama heimi. Ég veit samt ekki.

En alla vega þá er þessum kafla lokið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli