12 júlí, 2007

Blóðnasir

Ég fékk þá furðulegu flugu í hausinn í gær að mæta á útsöluopnun klukkan sjö í morgun í búðinni Next. Mér finnst sokkarnir sem fást þar vera mjög þægilegir og hef keypt eitt og annað í gegnum tíðina í þeirri búð. Hef reynt að fara á útsölur þarna en það hefur aldrei neitt verði í minni stærð.

Þannig að ég stillti vekjaraklukkuna á 0600 og sagði við sjálfan mig að ef ég vaknaði og nennti ekki á fætur þá myndi ég bara slökkva á símanum og snúa mér á hina hliðina (sem var eiginlega sú niðurstaða sem ég bjóst við að myndi verða ofan á).

Ég vaknaði við símann og slökkti og skellti mér á hina hliðina. En þá fékk ég blóðnasir. Og þessu þvílíku blóðnasir, stökk inná klósett en allur handleggurinn frá olnboga að hendi var blóðlitaður en það tókst næstum því alveg að bjarga rúminu. Blóðnasirnar stoppuðu eftir nokkrar mínútur og þá var ég rosa hress og fór að versla. Keypti helling af sokkum og nærbuxum, 3 skyrtur og buxur.

En er búinn að vera að fá blóðnasir af og til í dag.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli