Kerfið er eitthvað að stríða mér og sýnir ekki póstinn sem ég skrifaði síðast. En jæja..
Síðustu dagar hafa verið frábærir. Ég fór í sumarbústað í viku, nánar tiltekið til Illugastaða þar sem eytt var dögunum í lestur (Atómstöðin eftir Halldór Laxnes, Stranger eftir Japanskan gaur, Wrong about Japan eftir Peter Carey og Gyllti Áttavitinn eftir Philip Pullman). Síðan var skroppið til Hellissands og á leiðinni þangað komst ég að því að norður-leiðin á Snæfellsnesi er seinfær en mun fallegri en suður-leiðin. Einu kvöldi var eytt í Catan, Jungle Speed og spjall.
Núna er ég kominn í bæinn og þurfti að aðskiljast við mína ekta-kvinnu þar sem ég er að passa íbúðina hana Ragga næstu 3 vikurnar.
Núna er haustið að koma í ljós og það verða miklar breytingar hjá mér. Kominn með atvinnu og mun fæ hæsta grunntaxta í launum, hingað til, og verð jafnvel með hærri laun en konan! En ekki víst.
Ætla segja betur frá atvinunni seinna.
Góðir tímar framundan.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli