29 júní, 2007

Hugrenningar um framtíð

Hvert skal stefna í framtíðinni? Þetta er spurning sem hefur ásótt mig frá 2001, ef ekki fyrr. Hvað á ég að gera við líf mitt, hvað á ég að vinna við o.s.frv.

Nú er ég búinn með námið og næsta skref liggur fyrir. Hvað, hvað, liggur fyrir framan mig, hvaða óravegur náttmyrkursins mun taka við mér. Óvissan er fylgifiskur dagsins. Baráttan í straumi lífsins, straumur feykir mér áfram, er ég viljalaust verkfæri sem fer þar sem straumurinn ber mig? Er valið mitt, eru valkostirnir ljósir?

Ó mér auman.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli