19 júní, 2007

Útskrift

Ég fór í gær og sótti útskriftargögnin mín á skrifstofu félagsvísindadeildar. Ég fór ekki í sjálfa útskriftina, hafði ekki tíma né nennu til þess að taka á móti plagginu í laugardagshöll.

Annars er ég fámáll þessa dagana. Hver dagur er eins og sá næsti og það er ekkert að gerast. Vinna, spilerí og meiri vinna, ég er orðinn hundleiður á allri þessari vinnu. En er ekkert að losna úr þessu á næstunni, því miður.

En koma tímar, koma ráð.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli