08 júní, 2007

Útlit

Fyrir nokkrum dögum þá leit ég í spegilinn og ég minnti sjálfan mig á sjónvarpsþætti um löggur frá 1980. Smá lubba (bítlahár) og skegg (bulldozer). Búinn að fitna um nokkur kíló og útlitið orðið hirðulaust og ég lúinn. Búinn að minnka notkun rakakremsins og rakspírans. Gerist þetta ekki eftir nokkurn tíma? Maður verður hirðulaus um útlit þegar maður er búinn að vera í sambandi í einhvern tíma. Síðan má ekki gleyma því að í nokkrar vikur þá var ég bara að hugsa um einn hlut og það var ritgerðin. Allt annað fór forgörðum.

En jæja það er ekki nógu gott. Ég hef lært það að ef maður er ánægður með útlit sitt þá er líklegra að maður sé ánægður með allt annað. Ánægður með útlit=meira sjálfsálit.


Þannig að skeggið fór í gær og vonandi kemst ég í klippingu seinna í dag (kemur í ljós hvort að það takist).

Engin ummæli:

Skrifa ummæli