06 júní, 2007

15 Mínútur, 2 farnar, 13 eftir

Á föstudaginn síðasta þá skrapp ég niður í bæ til þess að upplifa bæinn reyklausan. Mig langaði að fara á tónleika á Grand Rokk en fólkið sem ég hitti var ekkert of spennt. Vorum fyrst á Boston og síðan var haldið á Ölstofuna og drukkið bjór og með því. Var með Halli, Ragga og Leif lungað úr kvöldinu en hitti Binna, Halla dökk og einhverja fleiri. Ég var auðvitað rosa spenntur yfir reyklausadæminu og vegna gríðarlegs athyglissýki þá tókst að troða mér í sjónvarpið.

Birt var samtal í Íslandi í dag á sunnudaginn síðastliðin (er á 13.25 mínútu í "úti að reykja").

En á föstudaginn þá leit ég í spegil um morguninn og upplifði sjálfan mig eins og sjónvarpsstjörnu í bandarískum lögguþætti árið 1980. Með bítla lubba og smá skegg. Er enn að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fara í klippingu og raka burt þennan hýjung.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli