Aksjón dagsins var að það stíflaðist niðurfall á þriðju hæð, kjarna 2. Píparinn kom og hamaðist í klukkustund en allt kom fyrir ekki. Það var helt einhverjum stíflubana í niðurfallið, algjöran fjanda.
En núna, eftir að klukkan slær níu og ég losna héðan úr Þjóbó þá ætla ég að halda niður í bæ og athuga hvernig lífið er í reykingarbanni. Ég hef lengi ætlað að skrifa um þetta reykingabann en einhvern veginn þá hefur mér ekki gefist tími (lesist sem leti og ritgerð).
Ég fagna þessu reykingarbanni. Núna get ég loksins notið þess að fara á tónleika, djamma o.s.frv. án þess að vera deyja úr reykeitrun. Ég hef ekki getað að fara að dansa almennilega á Íslandi í langan tíma (held að það hafi verið Jagúar tónleikar í Ýmir húsinu sem ég fór á fyrir löngu síðan, þar stóð Leifur sig vel). Núna er komið reykingarbann og þá getur maður farið drukkið bjór og andað!
Og þið sem kallið þetta kúgun og þvíumlíkt. Piff.. farið í rassgat.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli