Á laugardaginn síðasta var hann Bjössi steggjaður. Hann er að fara og gifta sig næsta laugardag og settumst við félagarnir niður og skipulögðum smá geim fyrir manninn.
Ákváðum að hafa þetta steggjun þar sem væri lögð áherslu á gleði og samveru. Hann var sóttur um hádegi þar sem hann var að tefja fyrir konunni sinni vegna þess að það átti að gæsa hana. Við sóttum hann og rukum með hann strax niðrí bæ á snyrtistofu þar sem fæturnir á honum voru snyrtir. Svo var stefnan tekin á Subway þar sem hann fékk risabát, ég var ekkert voðalega sáttur við þennan lið dagsins þar sem maturinn dugði einfaldlega ekki til en það var bætt úr því með kaupum á nokkrum auka bátum.
Þá var skotist í keiluhöllina þar sem honum var troðið í búning af "eigin" ósk og voru teknir 10 leikir af þythokkí þar sem hann Bjössi fór á kostum og sigraði okkur 8-2. Síðan var honum hent á etthvað danstæki þar sem hann spriklaði eins og hann ætti lífið að leysa. Lagði sig gersamlega allan fram.
Síðan var tekin stefna á Miklatún þar sem það var farið í skotbolta og sto. Strákarnir reyndu að hunsa tilmælin mín um hvernig ætti að standa að þessum leikjum en eftir smá deilur þá hlýddu drengirnir. Mér tókst auðvitað að útata buxunum mínum í mikla grasgrænu en það var alveg þess virði.
Eftir nokkra stund var farið til Ella á Vatnsenda þar sem hljómsveitin hans var að æfa. Fékk Björninn að taka "fjöllin hafa vakað" við miklar undirtektir. Eftir nokkra stund þar var farið í heitan pott og sturtu í Orkuverinu þar sem mér tókst að meiða mig nokkuð vel... síðan var skroppið í heimahús þar sem 250 gramma hamborgarar með öllu, bjór og póker var stefna kvöldsins.
Við spiluðum texas holdup og flestir af okkur höfðum aldrei spilað þetta. Þúsund kall frá hverjum og einum var í pottinum og vorum við 13 talsins. Eftir 3 tíma spil stóð steggurinn upp með næstum allan pottinn (hann Halli þurfti að fara snemma og tók sinn 1500 kall með sér).
Þetta var góð stund með skemmtilegu fólk. Eini gallinn var að við höfðum ekki skipulagt hvernig Björninn myndi komast heim. En vona að það hafi ekki verið mikil hneisa.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli