23 júní, 2007

Þjóðarbókhlaðan

Þegar ég var í námi þá fór ég aldrei á Þjóðarbókhlöðuna. Það var þungt loft, það var ærandi þögn þarna inni svo öll hljóð margfölduðust o.s.frv. Var frekar í Árnagarða eða Odda að læra, nú eða bara heima hjá mér.

En í dag þá finnst mér þessi bygging æðisleg. Ég hef kynnst húsinu mjög vel þetta ár sem ég hef unnið hérna og finnst hún skemmtileg. Jú hún er með sína stóru galla, lyfturnar, þurra loftið o.fl. En hún er eitthvað svo stabíl og falleg. Stór kubbur í með síki í kringum sig.

Í gegnum hlöðuna er ég búinn að kynnast sjálfum mér mun betur en áður. Ég hef hlúð að tveimur fuglum, öðrum til líf og hinum til dauða. Ég hef fengið sjálfstraust í það að smíða og gera við hluti t.a.m hurðir, glugga, borð.

Þjóðarbókhlaðan er yndisleg bygging.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli