27 september, 2007

Hjallastefnan

Ég var að skipta á bleyju á einum af yngri strákunum í gær þegar einn af hinum 5 ára "stóru" strákum stekkur inn og segir þeir eru búnir að opna hurðina og eru að fara út. Ég vissi hvaða hurð þeir voru að tala um, hún er í leikstofunni og er alveg ferleg. En þar sem ég var klæddur í latex hanska og var upp að olnboga í skít þá gat ég augljóslega ekki stokkið af stað. Þannig að ég leit á drenginn og sagði þú verður að stoppa þá. Um hálfri mínútu síðar þá var ég kominn með drenginn í bleyjuna og arkaði af stað, reiðubúinn til að setja mig í löggustellingar og stöðva drengina og urra svolítið. Þá sér einn af hinum 5 ára mig vera að rölta í átt að leikstofu og kallar "þetta er allt í lagi, þeir eru hættir og ætla ekki gera þetta aftur". Ég lít á hann, kíki inn í leikstofu þar sem 4 drengir eru og enginn virðist vera týndur. Kinnka kolli til drengsins sem kallaði og hrósa þeim öllum fyrir að leysa þetta mál. Fer svo og klæði bleyju drenginn í buxur.

Þetta var hjalla móment.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli