Ég vaknaði í nótt um hálf fimm alveg í stress kasti vegna þess að ég hélt að ég væri að verða of seinn í vinnuna, hafði nefnilega ekki stillt vekjarann. Ég leit á klukkuna og stillti síðan vekjarann. Fór á klósettið og áttaði mig á því að það væri sunnudagur. Las aðeins og sofnaði síðan aftur.
Nú þegar ég vakna og lít út um gluggann þá er allt hvítt hérna á Vallarheiði. Snjórinn gerir heiðina mun fallegri, vefur hana í einhvern rómantíska blæ. Gerir líka allt miklu bjartara og satt að segja þá var heiðin nokkuð þung á að líta.
Nú sit ég við tölvuna sem er við gluggann og skrifa þessar línur, er að hlusta á Hjálma í nýju græjunum mínum og ætla að fara rita niður smá undirbúning varðandi hópatíma í vinnunni. Þarf að undirbúa tvo hópatíma á dag, og reyni að gera næstu tvær vikurnar, svo ég þurfi ekki að hugsa um þann hluta alveg strax.
Ég þarf líka að fara í gegnum dagsskipulagið og hreinsa það. Það er nefnilega nýr starfsmaður að byrja hjá mér á morgun. Ég auðvitað gleymdi dagsskipulaginu í vinnunni en ætla að hlaupa út eftir og ná í það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli