13 mars, 2007

Að bjarga heiminum

Það er stundum sem ég fæ á tilfinninguna að það sé eitthvað rangt við heiminn.. og ég viti hvað hið rétta er. Þegar svoleiðis gerist þá vil ég auðvitað breyta hlutunum strax. Ég vil fá breytingarnar strax. En auðvitað gerist það ekki og auðvitað geri ég mér fljótlega grein fyrir því.

Og það er nokkuð auðvelt að ýta þessum hugsunum til hliðar. Þessum "þetta er rangt, þó að flestir eru ekkert að kippa sér upp við þetta" - hugsunum. Til hvers að vera berjast á móti straumnum.. ég meina, maður gæti haft rangt fyrir sér. Spáið í það, það væri nokuðð auðvelt.

En einhvers staðar verður maður að draga mörk, í öfgum sem og í öðru. Einhverstaðar verður maður að setja niður sín prinsip og reyna átta sig á því í hvernig heimi maður vill lifa í.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli